Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 13:37 Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna hvarf, bar vitni fyrir dómi í dag. Vísir/Anton Brink Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. Nikolaj er fyrsta vitnið sem kemur fyrir dóm við aðalmeðferðina en við fyrirtöku í málinu í júlí koma sjö aðrir skipverjar af Polar Nanoq fyrir dóm og gáfu skýrslu. Nikolaj sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu en var svo sleppt og er Thomas einn ákærður. Það má þó segja að Nikolaj sé ákveðið lykilvitni. Líkt og með Thomas fyrr í morgun bað dómsformaðurinn Nikolaj á að byrja að segja frá atvikum í frjálsri frásögn, það er því hvað gerðist föstudaginn 13. janúar og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Birna hvarf.Man lítið eftir bílferðinni Nikolaj sagði Thomas og annan skipverja af Polar Nanoq hafa skutlað sér niður í bæ á föstudagskvöldið. Hann hafi farið á English Pub og drukkið, svo hafi Thomas komið einn niður í bæ. Þeir hafi svo farið á American Bar en Nikolaj kvaðst ekki muna mikið vegna mikillar áfengisneyslu. „Við fórum út af American Bar og þaðan inn í bílinn. Ég man ekki staðsetninguna eða hvernig ég fór inn í bílinn en ég man að við fórum inn í bílinn. Ég vildi fara inn í skipið en Thomas vildi fara í bíltúr. Ég man ekki mikið restina en þegar ég var í fangelsinu rifjaðist upp fyrir mér að við vorum á Laugavegi. Svo man ég að það kom kona inn í bílinn við Laugaveg. Svo minnir mig að við höfum farið niður í skip eftir það. Ég hef sofnað í bílnum,” sagði Nikolaj. Hann bætti við að Thomas hefði vakið hann og hann farið úr bílnum. Svo kvaðst Nikolaj hafa farið inn í skipið, inn í káetu þar sem hann hafi hringt til Grænlands. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, hóf svo að spyrja Nikolaj. Hún spurði hann fyrstu hversu vel hann myndi eftir bílferðinni úr bænum og að skipinu. Kvaðst Nikolaj nánast ekki muna neitt en Kolbrún spurði hann engu að síður nánar út í stúlkuna sem kom inn í bílinn og hvernig það hefði atvikast. „Eftir því sem ég man þá keyrðum við niður Laugaveginn og hún kemur inn vinstra megin í aftursætið en ég man ekki mikið restina og svo fórum við niður skip,” sagði Nikolaj. Hann kvaðst aðspurður ekki geta lýst stúlkunni þar sem hann sagðist ekki muna eftir því að hafa séð hana. Þá mundi hann hvorki eftir því að hafa talað við hana né eftir því að stoppað hefði verið á leiðinni frá miðbæ Reykjavíkur og inn í Hafnarfjörð en Polar Nanoq var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Vísir/Anton BrinkÞá sagði Nikolaj að hann hefði ekki kannað það sérstaklega hvort einhver hafi verið í aftursætinu á bílnum en hann sat fram í í farþegasætinu. Hann ítrekaði að hann hefði verið mjög drukkinn. Kolbrún spurði hvort Nikolaj gæti sagt til um það hvort stúlkan í aftursætinu hefði verið Birna Brjánsdóttir. Hann svaraði því neitandi.Efast um að hafa getað keyrt bílinn Thomas bar í morgun við skýrslutöku að hann hefði stoppað bílinn við hvítt hús sem ákæruvaldið telur að sé húsnæði Golfklúbbs Garðabæjar. Hann sagði að hann hefði farið að pissa en þá hefði Nikolaj keyrt burt á bílnum. Þegar hann hafi komið til baka hafi stúlkan verið farin úr bílnum. Kolbrún spurði Nikolaj hvort hann hefði ekið bílnum þessa nótt. Svör Nikolaj eru skáletruð.„Nei, ég gat það ekki því ég var ekki með ökuskírteini,“ svaraði Nikolaj. „Ókstu henni án þess að muna eftir því?“„Nei.“Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Thomasar, ræðir við hinn grunaða í dómssal í morgun.Vísir/Anton brink „Thomas sagði þið hefðuð ekið með hana og þú hefðir talað við hana á leiðinni.“„Ég efast um að ég hafi getað keyrt bílinn. Ég efast um að ég hafi talað við hana því ég sofnaði í bílnum. Ég man ekki alveg. Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi,“ sagði Nikolaj. „Reyndir þú við stelpuna eins og Thomas segir?“„Ég man það ekki.“ „Keyrðir þú í burtu með stelpunni og varstu í burtu í einhvern tíma?“„Nei, ég efast um það. Ég var rosalega fullur, ekki með skírteini og ekki vanur að reyna að keyra fullur.“ Þá sagði Nikolaj að hann hefði ekkert gert við stelpuna í bílnum.„Ég held ég hafi ekki snert hana. Ég kannast ekki við lýsingu Thomasar.“ Nikolaj sagði síðan frá því að hann hefði hitt Thomas á laugardeginum en Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði ekki hitt Nikolaj aftur fyrr en á mánudeginum. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, tók svo til við að spyrja Nikolaj. Hann spurði hann meðal annars hvort hann lenti oft í slagsmálum. Nikolaj svaraði þeirri spurningu neitandi en hikaði þó örlítið. Aðspurður hversu oft hann hefði lent í slagsmálum sagði Nikolaj einu sinni á síðustu fimm árum. Nikolaj mundi síðan lítið og gat svarað fáum spurningum verjandans á annan veg en að hann myndi ekki eftir atvikum. Hann var þó alveg viss um það að Thomas hefði keyrt bílinn allan tímann. Verjandinn spurði Nikolaj síðan út í áverka sem hann hafði á vinstri hönd og hvers vegna hann væri með marblett þar. Nikolaj svaraði því til að hann væri rétthentur. Hann héldi að eitthvað hefði komið fyrir sig í vinnunni. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. Nikolaj er fyrsta vitnið sem kemur fyrir dóm við aðalmeðferðina en við fyrirtöku í málinu í júlí koma sjö aðrir skipverjar af Polar Nanoq fyrir dóm og gáfu skýrslu. Nikolaj sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu en var svo sleppt og er Thomas einn ákærður. Það má þó segja að Nikolaj sé ákveðið lykilvitni. Líkt og með Thomas fyrr í morgun bað dómsformaðurinn Nikolaj á að byrja að segja frá atvikum í frjálsri frásögn, það er því hvað gerðist föstudaginn 13. janúar og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Birna hvarf.Man lítið eftir bílferðinni Nikolaj sagði Thomas og annan skipverja af Polar Nanoq hafa skutlað sér niður í bæ á föstudagskvöldið. Hann hafi farið á English Pub og drukkið, svo hafi Thomas komið einn niður í bæ. Þeir hafi svo farið á American Bar en Nikolaj kvaðst ekki muna mikið vegna mikillar áfengisneyslu. „Við fórum út af American Bar og þaðan inn í bílinn. Ég man ekki staðsetninguna eða hvernig ég fór inn í bílinn en ég man að við fórum inn í bílinn. Ég vildi fara inn í skipið en Thomas vildi fara í bíltúr. Ég man ekki mikið restina en þegar ég var í fangelsinu rifjaðist upp fyrir mér að við vorum á Laugavegi. Svo man ég að það kom kona inn í bílinn við Laugaveg. Svo minnir mig að við höfum farið niður í skip eftir það. Ég hef sofnað í bílnum,” sagði Nikolaj. Hann bætti við að Thomas hefði vakið hann og hann farið úr bílnum. Svo kvaðst Nikolaj hafa farið inn í skipið, inn í káetu þar sem hann hafi hringt til Grænlands. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, hóf svo að spyrja Nikolaj. Hún spurði hann fyrstu hversu vel hann myndi eftir bílferðinni úr bænum og að skipinu. Kvaðst Nikolaj nánast ekki muna neitt en Kolbrún spurði hann engu að síður nánar út í stúlkuna sem kom inn í bílinn og hvernig það hefði atvikast. „Eftir því sem ég man þá keyrðum við niður Laugaveginn og hún kemur inn vinstra megin í aftursætið en ég man ekki mikið restina og svo fórum við niður skip,” sagði Nikolaj. Hann kvaðst aðspurður ekki geta lýst stúlkunni þar sem hann sagðist ekki muna eftir því að hafa séð hana. Þá mundi hann hvorki eftir því að hafa talað við hana né eftir því að stoppað hefði verið á leiðinni frá miðbæ Reykjavíkur og inn í Hafnarfjörð en Polar Nanoq var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Vísir/Anton BrinkÞá sagði Nikolaj að hann hefði ekki kannað það sérstaklega hvort einhver hafi verið í aftursætinu á bílnum en hann sat fram í í farþegasætinu. Hann ítrekaði að hann hefði verið mjög drukkinn. Kolbrún spurði hvort Nikolaj gæti sagt til um það hvort stúlkan í aftursætinu hefði verið Birna Brjánsdóttir. Hann svaraði því neitandi.Efast um að hafa getað keyrt bílinn Thomas bar í morgun við skýrslutöku að hann hefði stoppað bílinn við hvítt hús sem ákæruvaldið telur að sé húsnæði Golfklúbbs Garðabæjar. Hann sagði að hann hefði farið að pissa en þá hefði Nikolaj keyrt burt á bílnum. Þegar hann hafi komið til baka hafi stúlkan verið farin úr bílnum. Kolbrún spurði Nikolaj hvort hann hefði ekið bílnum þessa nótt. Svör Nikolaj eru skáletruð.„Nei, ég gat það ekki því ég var ekki með ökuskírteini,“ svaraði Nikolaj. „Ókstu henni án þess að muna eftir því?“„Nei.“Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Thomasar, ræðir við hinn grunaða í dómssal í morgun.Vísir/Anton brink „Thomas sagði þið hefðuð ekið með hana og þú hefðir talað við hana á leiðinni.“„Ég efast um að ég hafi getað keyrt bílinn. Ég efast um að ég hafi talað við hana því ég sofnaði í bílnum. Ég man ekki alveg. Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi,“ sagði Nikolaj. „Reyndir þú við stelpuna eins og Thomas segir?“„Ég man það ekki.“ „Keyrðir þú í burtu með stelpunni og varstu í burtu í einhvern tíma?“„Nei, ég efast um það. Ég var rosalega fullur, ekki með skírteini og ekki vanur að reyna að keyra fullur.“ Þá sagði Nikolaj að hann hefði ekkert gert við stelpuna í bílnum.„Ég held ég hafi ekki snert hana. Ég kannast ekki við lýsingu Thomasar.“ Nikolaj sagði síðan frá því að hann hefði hitt Thomas á laugardeginum en Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði ekki hitt Nikolaj aftur fyrr en á mánudeginum. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, tók svo til við að spyrja Nikolaj. Hann spurði hann meðal annars hvort hann lenti oft í slagsmálum. Nikolaj svaraði þeirri spurningu neitandi en hikaði þó örlítið. Aðspurður hversu oft hann hefði lent í slagsmálum sagði Nikolaj einu sinni á síðustu fimm árum. Nikolaj mundi síðan lítið og gat svarað fáum spurningum verjandans á annan veg en að hann myndi ekki eftir atvikum. Hann var þó alveg viss um það að Thomas hefði keyrt bílinn allan tímann. Verjandinn spurði Nikolaj síðan út í áverka sem hann hafði á vinstri hönd og hvers vegna hann væri með marblett þar. Nikolaj svaraði því til að hann væri rétthentur. Hann héldi að eitthvað hefði komið fyrir sig í vinnunni.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira