Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Filippus Spánarkonungur nýtti helgina í að heimsækja fórnarlömb árásarinnar. Nordicphotos/AFP Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent