Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands 20. ágúst 2017 17:57 Mikill viðbúnaður er á landamærum Spánar og Frakklands. Visir/AFP Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira