Stærsti jarðskjálfti í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Í Mexíkóborg mátti greinilega sjá tjónið sem skjálftinn olli. Nordicphotos/AFP Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira