Þarf ölmusukort til að skoða Ísland? Ögmundur Jónasson skrifar 8. september 2017 07:00 Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun