Þarf ölmusukort til að skoða Ísland? Ögmundur Jónasson skrifar 8. september 2017 07:00 Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar