Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2017 08:49 Myndin sýnir Irmu á Atlantshafinu. vísir/epa Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017 Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017
Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59