Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2017 21:48 Jón Daði í baráttunni í kvöld.. Vísir/Anton Brink „Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Sjá meira
„Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37
Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17