Náttúrulaugar fullar af gerlum og skít Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2017 05:00 Laugarhólslaug í Bjarnarfirði er ein fjölmargra náttúrulauga á landinu. Ekki liggur fyrir hvort hún sé ein þeirra sem er full af gerlum. vísir/getty Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09