Hafrannsóknaskipið Dröfn hefur verið selt úr landi. Það er væntanlegt til Kanaríeyja í dag þar sem það verður afhent nýjum eigiendum og flýgur áhöfnin heim.
Dröfn var minnsta hafrannsóknaskipið í flota Hafrannsóknastofnunar, en þjónaði hafrannsóknum vel á þriðja áratug.
Ekki liggur fyrir hvort eitthvert skip kemur í staðinn en Hafrannsóknastofnun er þröngt sniðinn stakkurinn fjárhagslega.
Dröfnin var byggð á Seyðisfirði árið 1981 og hét áður Otto Wathne. Lengd skipsins er 26 metrar.
Uppfært 8:56:
Dröfnin hefur verið í einkaeigu og hefur eigandinn nú seld skipið úr landi. Hafrannsóknastofnun var með skipið á leigu.

