Risar mætast í Hollandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. september 2017 17:00 Vísir/Getty Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19. MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sjá meira
Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19.
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sjá meira