Stórsöngvari skammar Hörpu fyrir kauðsleg klósettskilti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 18:00 Hægt er að greiða með kreditkorti fyrir aðgang að klósettunum í kjallara Hörpu. 300 krónur og málið er dautt. Vísir Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira