Handbolti

Seinni bylgjan: Undirbjó sig með því að spila amerískan fótbolta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sölvi Ólafsson átti góðan leik í marki Selfoss þegar liðið rúllaði yfir Fjölni, 34-24, í 2. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn.

Undirbúningur Sölva fyrir leikinn var frekar óhefðbundinn. Hann spilaði nefnilega amerískan fótbolta með Einherjum í Kórnum kvöldið áður en leikurinn var í beinni útsendingu á SportTV.

„Hvað ef hann hefði meiðst? Jæja, ég ætla ekki að skipta mér af því. Þetta er rosalegt,“ sagði Sebastian Alexandersson í Seinni bylgjunni í gær og hló.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×