Vinsælla að horfa á einhvern borða epli á YouTube en mæta á völlinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 12:00 Ólafur Helgi þungt hugsi eftir enn ein slæmu úrslitin á dögunum. Þungu fargi er af honum létt eftir 4-1 sigur á AGF um helgina. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira