Stelpurnar í Fram eins og fegurðardrottningar sem gleyma að vinna í grunngildunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2017 10:00 Stefán skammar leikmenn sína í leikhléi í leiknum í gærkvöldi. Vísir/Ernir Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, var ekki par sáttur við leikmenn sína eftir 24-24 jafnteflið gegn Gróttu í 1. umferð Olísdeildar kvenna í gærkvöldi. Líkti hann leikmönnum sínum við fegurðardrottningar sem væru ekki að vinna í sínum grunngildum. Fram var á heimavelli, ríkjandi Íslandsmeistari auk þess sem liðinu er spáð velgengni í vetur á meðan reiknað hafði verið með Gróttustelpum í neðri hluta deildarinnar. Grótta fékk gullið tækifæri til að tryggja sér óvæntan sigur en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum og tryggði Safamýrarliðinu annað stigið. „Þegar það er búið að segja við fegurðardrottningu alltaf hvað hún er falleg, og hún gleymir að vinna í sínum grunngildum, þá verður hún aldrei kosin fegurðardrottning,“ sagði Stefán í viðtali við RÚV eftir leikinn. Hann var ekki spurður nánar út í það hvaða grunngildi það væri sem fegurðardrottningar þyrftu að hafa í hávegum.Viðtalið má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna er komin í gang aftur og það þýðir bara eitt. Við byrjum að safna gullkornum Stefáns Arnarsonar þjálfara Fram #olisdeildin pic.twitter.com/i8KuHSAijr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 13, 2017 Stefán vakti athygli í viðtölum í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann líkti leið Framara að Íslandsmeistaratitlinum við kapphlaup upp á efstu hæð í níu hæða blokk. Í viðtölum eftir hvern leik staðsetti hann liðið í blokkinni á leið upp stigann. Hvort Stefán ætli að vinna frekar með dæmisögur af fegurðardrottningum í vetur á eftir að koma í ljós.Að neðan má sjá myndasyrpu úr leiknum. Ýta þarf á örvarnar til að fletta í tölvu eða draga myndirnar í snjallsíma. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11 Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, var ekki par sáttur við leikmenn sína eftir 24-24 jafnteflið gegn Gróttu í 1. umferð Olísdeildar kvenna í gærkvöldi. Líkti hann leikmönnum sínum við fegurðardrottningar sem væru ekki að vinna í sínum grunngildum. Fram var á heimavelli, ríkjandi Íslandsmeistari auk þess sem liðinu er spáð velgengni í vetur á meðan reiknað hafði verið með Gróttustelpum í neðri hluta deildarinnar. Grótta fékk gullið tækifæri til að tryggja sér óvæntan sigur en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum og tryggði Safamýrarliðinu annað stigið. „Þegar það er búið að segja við fegurðardrottningu alltaf hvað hún er falleg, og hún gleymir að vinna í sínum grunngildum, þá verður hún aldrei kosin fegurðardrottning,“ sagði Stefán í viðtali við RÚV eftir leikinn. Hann var ekki spurður nánar út í það hvaða grunngildi það væri sem fegurðardrottningar þyrftu að hafa í hávegum.Viðtalið má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna er komin í gang aftur og það þýðir bara eitt. Við byrjum að safna gullkornum Stefáns Arnarsonar þjálfara Fram #olisdeildin pic.twitter.com/i8KuHSAijr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 13, 2017 Stefán vakti athygli í viðtölum í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann líkti leið Framara að Íslandsmeistaratitlinum við kapphlaup upp á efstu hæð í níu hæða blokk. Í viðtölum eftir hvern leik staðsetti hann liðið í blokkinni á leið upp stigann. Hvort Stefán ætli að vinna frekar með dæmisögur af fegurðardrottningum í vetur á eftir að koma í ljós.Að neðan má sjá myndasyrpu úr leiknum. Ýta þarf á örvarnar til að fletta í tölvu eða draga myndirnar í snjallsíma. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11 Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11
Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni