Handbolti

Óvænt á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perla Ruth skoraði 10 mörk fyrir Selfoss.
Perla Ruth skoraði 10 mörk fyrir Selfoss. vísir/vilhelm
Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld.

Stjörnunni var spáð 2. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Olís-deild kvenna. Selfossi var hins vegar spáð sjöunda og næstneðsta sætinu.

Spáin hafði lítið að segja í kvöld því Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og unnu eins marks sigur, 32-31. Staðan í hálfleik var 17-18, Stjörnukonum í vil.

Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir drógu vagninn hjá Selfossi og skoruðu 19 af 32 mörkum liðsins. Perla skoraði 10 mörk og Kristrún níu.

Brynhildur Kjartansdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk.

Mörk Selfoss:

Perla Ruth Albertsdóttir 10, Kristrún Steinþórsdóttir 9, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Þuríður Guðjónsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar:

Brynhildur Kjartansdóttir 7, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Sólveig Lára Kjærnested 5, Stefanía Theodórsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 4, Hanna G. Stefánsdóttir 2, Ramune Pekarskyte 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×