Einar: Fannst þér Bjarki ekki góður? Benedikt Grétarsson skrifar 10. september 2017 22:11 Einar var sáttur með stigin tvö. vísir/anton „Þetta var virkilega kærkomið, það er óhætt að segja það,“ sagði afar sáttur Einar Jónsson eftir sigurleik Stjörnunnar gegn Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Stjarnan vann 29-26 og byrjar mótið af krafti. Eftir góðan fyrri hálfleik, lentu lærisveinar Einars í basli í uphafi seinni hálfleiks gegn framliggjandi vörn Selfyssinga. „Já, það tók okkur smá tíma að átta okkur. Við höfum ekkert verið að undirbúa okkur rosalega mikið gegn þessari vörn. Þeir hafa verið að spila önnur varnarafbrigði en þetta er bara flott lið og þeir komu hrikalega grimmir út í seinni hálfleikinn og slógu okkur aðeins út af laginu. Við héldum hins vegar haus, kláruðum leikinn og ég er hrikalega ánægður með það.“ „Fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Bæði vörn og markvarsla voru mjög góð og sóknarlega erum við mjög beittir og skorum 17 mörk. Síðasta korterið er líka gott. Þá komum við sterkir til baka eftir að þeir keyra hrikalega á okkur og gera atlögu. Við náum að vinna okkur aftur upp í 4-5 marka forystu og það klárar leikinn. Þetta Selfoss lið er hrikalega gott og það er virkilega ánægjulegt að hafa náð að vinna þá.“ Blaðamaður minnist sérstaklega á frammistöðu Ara Magnúsar Þorgeirssonar og Sveinbjörns Péturssonar og fær umsvifalaust létta pillu frá Einari fyrir að gleyma varnarjaxlinum Bjarka Má Gunnarssyni. „Fannst þér sem sagt Bjarki ekki góður í vörninni? Hann var líka frábær. Liðsheildin var bara góð. Við lendum í meiðslum og þurfum að rótera aðeins. Við erum að bregðast mjög vel við, margir að spila og margir að skila virkilega góðu hlutverki. Menn eru búnir að tala ansi mikið um að þessi deild verði svakaleg og þetta er örugglega eitthvað sem koma skal. Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér og notið þess að horfa á þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Þetta var virkilega kærkomið, það er óhætt að segja það,“ sagði afar sáttur Einar Jónsson eftir sigurleik Stjörnunnar gegn Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Stjarnan vann 29-26 og byrjar mótið af krafti. Eftir góðan fyrri hálfleik, lentu lærisveinar Einars í basli í uphafi seinni hálfleiks gegn framliggjandi vörn Selfyssinga. „Já, það tók okkur smá tíma að átta okkur. Við höfum ekkert verið að undirbúa okkur rosalega mikið gegn þessari vörn. Þeir hafa verið að spila önnur varnarafbrigði en þetta er bara flott lið og þeir komu hrikalega grimmir út í seinni hálfleikinn og slógu okkur aðeins út af laginu. Við héldum hins vegar haus, kláruðum leikinn og ég er hrikalega ánægður með það.“ „Fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Bæði vörn og markvarsla voru mjög góð og sóknarlega erum við mjög beittir og skorum 17 mörk. Síðasta korterið er líka gott. Þá komum við sterkir til baka eftir að þeir keyra hrikalega á okkur og gera atlögu. Við náum að vinna okkur aftur upp í 4-5 marka forystu og það klárar leikinn. Þetta Selfoss lið er hrikalega gott og það er virkilega ánægjulegt að hafa náð að vinna þá.“ Blaðamaður minnist sérstaklega á frammistöðu Ara Magnúsar Þorgeirssonar og Sveinbjörns Péturssonar og fær umsvifalaust létta pillu frá Einari fyrir að gleyma varnarjaxlinum Bjarka Má Gunnarssyni. „Fannst þér sem sagt Bjarki ekki góður í vörninni? Hann var líka frábær. Liðsheildin var bara góð. Við lendum í meiðslum og þurfum að rótera aðeins. Við erum að bregðast mjög vel við, margir að spila og margir að skila virkilega góðu hlutverki. Menn eru búnir að tala ansi mikið um að þessi deild verði svakaleg og þetta er örugglega eitthvað sem koma skal. Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér og notið þess að horfa á þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45