Amanda Nunes varði titilinn í jöfnum bardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. september 2017 06:13 Vísir/Getty Amanda Nunes tókst að verja bantamvigtartitil sinn er hún sigraði Valentinu Shevchenko á UFC 215 í nótt. Bardaginn var jafn en tíðindalítill og var Shevchenko afar ósátt við niðurstöðu dómaranna. Titilbardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko var aðalbardaginn á UFC 215 í Kanada í nótt. Eftir fimm jafnar en tíðindalitlar lotur kváðu dómararnir úrskurð sinn. Tveir dómarar gáfu Nunes þrjár lotur af fimm en einn dómaranna gaf Shevchenko þrjár lotur. Niðurstaðan því sigur eftir klofna dómaraákvörðun Nunes í vil. Valentina Shevchenko var hjartanlega ósammála niðurstöðu dómaranna og taldi sig hafa unnið fleiri lotur en Nunes. Máli sínu til stuðnings benti hún á andlit sitt og sagðist varla vera með skrámu á meðan Nunes var með eldrautt nef og blóðnasir að hennar sögn. Þetta var önnur titilvörn Nunes og var hún hæstánægð með sigurinn. Miklar efasemdir voru uppi um hvort Nunes gæti farið fimm lotur en Nunes virtist spara orkuna til að geta farið allar fimm loturnar. Áhorfendur bauluðu mikið á meðan á bardaganum stóð og minnti bardaginn um margt á bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 209. Bardagakvöldið þótti ágætlega skemmtilegt en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Amanda Nunes tókst að verja bantamvigtartitil sinn er hún sigraði Valentinu Shevchenko á UFC 215 í nótt. Bardaginn var jafn en tíðindalítill og var Shevchenko afar ósátt við niðurstöðu dómaranna. Titilbardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko var aðalbardaginn á UFC 215 í Kanada í nótt. Eftir fimm jafnar en tíðindalitlar lotur kváðu dómararnir úrskurð sinn. Tveir dómarar gáfu Nunes þrjár lotur af fimm en einn dómaranna gaf Shevchenko þrjár lotur. Niðurstaðan því sigur eftir klofna dómaraákvörðun Nunes í vil. Valentina Shevchenko var hjartanlega ósammála niðurstöðu dómaranna og taldi sig hafa unnið fleiri lotur en Nunes. Máli sínu til stuðnings benti hún á andlit sitt og sagðist varla vera með skrámu á meðan Nunes var með eldrautt nef og blóðnasir að hennar sögn. Þetta var önnur titilvörn Nunes og var hún hæstánægð með sigurinn. Miklar efasemdir voru uppi um hvort Nunes gæti farið fimm lotur en Nunes virtist spara orkuna til að geta farið allar fimm loturnar. Áhorfendur bauluðu mikið á meðan á bardaganum stóð og minnti bardaginn um margt á bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 209. Bardagakvöldið þótti ágætlega skemmtilegt en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30