Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 06:09 Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku. Vísir/KTD Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettneskri konu, Sanitu Braune, að bana í leiguíbúð hennar á Hagamel í síðustu viku, rennur út í dag. Hann verður í dag leiddur fyrir dómara og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í viku, bróðurpartinn í einangrun. Að sögn Einars Guðbergs Jónssonar, lögreglufulltrúa, hefur maðurinn verið yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi þó ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök.Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag.Vísir/AntonVinir, kunningjar og samstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við eftir kvöldið örlagaríka bera Sanitu allir vel söguna. Hún hafi verið góðhjörtuð, hjálpsöm og vinur vina sinna. Hún hefur verið á Íslandi í vel á annað ár og starfað við ræstingar á hótelum á Suðurlandi, Vesturlandi og nú síðast í Reykjavík. Hún hafði lokið kennaraprófið og lærði á fiðlu. Fjárhagsörðugleikar urðu til þess að Sanita byrjaði að starfa erlendis og leiddi hana að lokum til Íslands, þar sem hún var myrt að kvöldi 21. september. Hún var 45 ára gömul og lét eftir sig þrjú börn og foreldra.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Einar Guðberg segir hins vegar í samtali við DV að samband Sanitu og mannsins sé eitthvað sem lögreglan sé ekki „búin að ná utan um“ og ekki verði gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum fyrir viku síðan. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2, kvöldið eftir árásina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettneskri konu, Sanitu Braune, að bana í leiguíbúð hennar á Hagamel í síðustu viku, rennur út í dag. Hann verður í dag leiddur fyrir dómara og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í viku, bróðurpartinn í einangrun. Að sögn Einars Guðbergs Jónssonar, lögreglufulltrúa, hefur maðurinn verið yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi þó ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök.Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag.Vísir/AntonVinir, kunningjar og samstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við eftir kvöldið örlagaríka bera Sanitu allir vel söguna. Hún hafi verið góðhjörtuð, hjálpsöm og vinur vina sinna. Hún hefur verið á Íslandi í vel á annað ár og starfað við ræstingar á hótelum á Suðurlandi, Vesturlandi og nú síðast í Reykjavík. Hún hafði lokið kennaraprófið og lærði á fiðlu. Fjárhagsörðugleikar urðu til þess að Sanita byrjaði að starfa erlendis og leiddi hana að lokum til Íslands, þar sem hún var myrt að kvöldi 21. september. Hún var 45 ára gömul og lét eftir sig þrjú börn og foreldra.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Einar Guðberg segir hins vegar í samtali við DV að samband Sanitu og mannsins sé eitthvað sem lögreglan sé ekki „búin að ná utan um“ og ekki verði gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum fyrir viku síðan. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2, kvöldið eftir árásina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32
Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01