Dagur Sig: Valsmenn eiga ekki séns í Selfoss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 09:30 Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Sjá meira
Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Sjá meira