Hugh Hefner látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 05:32 Hugh Hefner ásamt eiginkonu sinni Crystal Harris. Mynd/AFpSte Hugh Hefner; stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins, er látinn. Hann var 91 árs að aldri. Í tilkynningu frá Playboy segir að hann hafi látist af nátturulegum orsökum á heimili sínu, hinni svokölluðu Playboy-höll í Los Angeles. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir að svo stöddu. Hefner byrjaði að gefa út Playboy árið 1953. Skrifstofa blaðsins var fyrstu árin í eldhúsi Hefners en blaðið varð fljótt eitt stærsta blað sinnar tegundar í heiminum. Um 7 milljón eintök seldust af blaðinu mánaðarlega þegar mest lét.American Icon and Playboy Founder, Hugh M. Hefner passed away today. He was 91. #RIPHef pic.twitter.com/tCLa2iNXa4— Playboy (@Playboy) September 28, 2017 Cooper Hefner, sonur hans, segir í tilkynningunni að „margir munu minnast hans með söknuði.“ Hann minntist föður síns og þeirra miklu áhrifa sem hann hafði á fjölmiðlun og menningu. Hann sagði föður sinn jafnframt hafa verið mikinn baráttumann fyrir málfrelsi, borgararéttindum og kynfrelsi. Hugh Hefner lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Fjölmargir hafa vottað Hefner og fjölskyldu hans samúð sína í morgun, þeirra á meðal stjörnur á borð við Kim Kardashian. Hún segist ávallt verða þakklát fyrir að hafa verið hluti af „Playboy-liðinu“ og að hans verði sárt saknað. Fjölmiðlamaðurinn Larry King minnist vinar síns sem „útgáfu- málfrelsis- og borgararéttindarisa.“RIP to the legendary Hugh Hefner! I'm so honored to have been a part of the Playboy team! You will be greatly missed! Love you Hef! Xoxo— Kim Kardashian West (@KimKardashian) September 28, 2017 Hugh Hefner was a GIANT in publishing, journalism, free speech & civil rights. He was a true original, and he was my friend. Rest well Hef. pic.twitter.com/bJ1wxoK4gR— Larry King (@kingsthings) September 28, 2017 Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Hugh Hefner; stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins, er látinn. Hann var 91 árs að aldri. Í tilkynningu frá Playboy segir að hann hafi látist af nátturulegum orsökum á heimili sínu, hinni svokölluðu Playboy-höll í Los Angeles. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir að svo stöddu. Hefner byrjaði að gefa út Playboy árið 1953. Skrifstofa blaðsins var fyrstu árin í eldhúsi Hefners en blaðið varð fljótt eitt stærsta blað sinnar tegundar í heiminum. Um 7 milljón eintök seldust af blaðinu mánaðarlega þegar mest lét.American Icon and Playboy Founder, Hugh M. Hefner passed away today. He was 91. #RIPHef pic.twitter.com/tCLa2iNXa4— Playboy (@Playboy) September 28, 2017 Cooper Hefner, sonur hans, segir í tilkynningunni að „margir munu minnast hans með söknuði.“ Hann minntist föður síns og þeirra miklu áhrifa sem hann hafði á fjölmiðlun og menningu. Hann sagði föður sinn jafnframt hafa verið mikinn baráttumann fyrir málfrelsi, borgararéttindum og kynfrelsi. Hugh Hefner lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Fjölmargir hafa vottað Hefner og fjölskyldu hans samúð sína í morgun, þeirra á meðal stjörnur á borð við Kim Kardashian. Hún segist ávallt verða þakklát fyrir að hafa verið hluti af „Playboy-liðinu“ og að hans verði sárt saknað. Fjölmiðlamaðurinn Larry King minnist vinar síns sem „útgáfu- málfrelsis- og borgararéttindarisa.“RIP to the legendary Hugh Hefner! I'm so honored to have been a part of the Playboy team! You will be greatly missed! Love you Hef! Xoxo— Kim Kardashian West (@KimKardashian) September 28, 2017 Hugh Hefner was a GIANT in publishing, journalism, free speech & civil rights. He was a true original, and he was my friend. Rest well Hef. pic.twitter.com/bJ1wxoK4gR— Larry King (@kingsthings) September 28, 2017
Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15
Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21
Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30