3.000 hestafla Nissan GT-R slær kvartmíluheimsmetið Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 15:47 Nissan GT-R bíllinn tilbúinn til átaka í Oregon. Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent