Íslenski boltinn

Þóroddur hættur við að hætta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þóroddur dæmdi Ofurleik Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli í ágúst.
Þóroddur dæmdi Ofurleik Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli í ágúst. vísir/andri marinó
Þóroddur Hjaltalín er hættur við að hætta og ætlar að dæma eitt tímabil í viðbót. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Þetta eru jákvæðar fréttir því á sunnudaginn var greint frá því að Gunnar Jarl Jónsson ætlaði að hætta að dæma, allavega í bili.

„Maður hefur ákveðið að taka eitt ár í viðbót,“ sagði Þóroddur sem hefur dæmt 16 leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Aðeins Ívar Orri Kristjánsson (18) hefur dæmt fleiri.

Þóroddur byrjaði að dæma í efstu deild 2008 og hefur alls dæmt 139 leiki í efstu deild á ferlinum.

Þóroddur ætlaði sér að leggja flautuna á hilluna eftir tímabilið eins og hann sagði í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir Ofurleik Manchester City og West Ham í ágúst. Þar kvaðst hann hafa áhyggjur af endurnýjun í dómarastéttinni á Íslandi.

„Gríðarlegar. Ég bý á Akureyri og þar er ekkert að gerast. Það eru færri knattspyrnudómarar á Norðurlandi en símaklefar. Það verður bara að lagast, það er bara svo einfalt,“ sagði Þóroddur en allt viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×