Magnaður september hjá Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 07:30 Harry Kane fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir þrennuna í gærkvöldi. Vísir/Getty Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira