Berglind mun ekki leika síðasta deildarleikin með Breiðabliki í sumar, en hún staðfesti í samtali við Vísi að hún færi út til Ítalíu í kvöld.
„Ég er mjög spennt. Loksins er maður titlaður sem atvinnumaður, það er eitthvað sem manni er búinn að dreyma um síðan maður byrjaði í fótbolta,“ sagði Berglind Björg.
Verona lenti í 3. sæti í ítölsku A deildinni á síðasta tímabili.
Berglind mun svo snúa aftur til Breiðabliks í maí þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur og spila með Blikum í Pepsi deildinni næsta sumar.