Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍR 24-32 | Öruggur ÍR-sigur Gabríel Sighvatsson skrifar 24. september 2017 22:00 Bergvin Þór Gíslason skoraði níu mörk fyrir ÍR. vísir/ernir ÍR vann góðan sigur á Víkingi, 24-32, þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik og leit út fyrir að það yrði raunin. Í fyrri hálfleik voru liðin nánast jöfn en þökk sé flautumarki Úlfs Karlssonar fóru ÍR-ingar inn í hálfleik með eins marks forystu. Í seinni hálfleik mættu Víkingar ekki til leiks. Gestirnir héldu áfram af fullum krafti, keyrðu yfir þá sóknarlega og skelltu í lás varnarlega. Algjört hrun hjá Víkingum sem voru aðeins með eitt stig fyrir leikinn. Lokatölur voru 24-32 gestunum í vil og var þetta annar sigur Breiðhyltinga í deildinni.Af hverju vann ÍR? ÍR voru frábærir allan leikinn, Víkingar bara helminginn og það skildi liðin að. Víkingar byrjuðu betur en um leið og gestirnir fóru að vinna sig betur inn í leikinn varð þetta sífellt erfiðara fyrir Víkinga. Í seinni hálfleik fengu ÍR-ingar einungis á sig eitt mark á fyrsta korterinu og skoruðu fullt af mörkum á meðan sem fór langleiðina með leikinn.Þessir stóðu upp úr: Sveinn Andri Sveinsson var frábær, skoraði 7 mörk og var duglegur að leggja upp fyrir liðsfélaga sína. Hann stjórnaði spilinu mjög vel og þegar hann fann glufur í vörninni þá nýtti hann þær. Bergvin Þór Gíslason var markahæstur í liði gestanna með 9 mörk. Þá var Grétar Ari Guðjónsson frábær þegar hann byrjaði að verja í seinni hálfleik. Hjá Víkingum var enginn sem stóð eftirminnilega upp úr.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá heimamönnum var í vandræðum í byrjun seinni hálfleiks. Þeir áttu engin svör. Gunnar Gunnarsson tók leikhlé en það gerði lítið fyrir þá. Varnarleikurinn náði sér ekki strik og ÍR komst oft á tíðum alltof auðveldlega í gegn og stungu þá hreinlega af.Hvað gerist næst? ÍR fer með sigrinum upp í 4 stig og eru á góðu róli. Þeir mæta Fjölni í nýliðaslag í næstu umferð og þar er góður möguleiki á að ná í 2 stig. Víkingar eru einungis með 1 stig eftir 3 umferðir og þurfa að fara að rífa sig í gang en eiga erfitt verkefni framundan þegar þeir taka á móti ÍBV heima.Bjarni: Erum drulluflottir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR gat líka verið glaður eftir leikinn. „Ég er bara glaður að hafa unnið, það er mjög erfitt að koma í Víkina og sækja 2 stig og ég er bara ánægður í dag,“ sagði Bjarni. „Við náðum að loka vörninni í byrjun seinni hálfleiks og náum góðu forkskoti og það var algjört lykilatriði. Sóknarlega vorum við að spila vel allan leikinn en varnarlega vorum við aðeins eftir á í fyrri hálfleik.“ Eins og áður sagði þá voru ÍR frábærir í seinni hálfleik. Hvað sagði Bjarni við strákana í hálfleik. „Ég sagði bara alls konar en við leystum mistökin sem við vorum að gera varnarlega í fyrri hálfleik og það vantaði smá ákefð. Við fórum bara vel yfir það og framkvæmdum það vel í seinni, þá vorum við að vinna bolta og náum þessu forskoti sem þeir ná ekki að brúa,“ sagði Bjarni. „Við erum hérna til þess að safna stigum og förum í alla leiki til að vinna og þetta er bara allt í lagi. Þetta er bara nýbyrjað og maður er ekki mikið að pæla í því núna. Við erum drulluflottir þannig að þetta verður bara stuð.“Gunnar: Nýttum ekki heimavöllinn Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, var frekar fúll eftir tapið í kvöld. „Þetta eru auðvitað vonbrigði hvernig við spiluðum. Við byrjuðum fínt og náðum að halda þessu frekar rólegu í byrjun. Við náðum einhvern veginn ekki alveg tökum á vörninni í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn var alveg fínn og skoruðum 14 mörk í fyrri hálfleik. Svo fer bara allt í frost fyrstu 10-15 mínútur eftir hálfleik. Við skoruðum ekki mark fyrstu 10 mínúturnar á meðan að þeir skoruðu um sex mörk,“ sagði Gunnar. Kann Gunnar einhverjar skýringar á því hvers vegna leikur liðsins hrundi svona í seinni hálfleik? „Menn voru kannski aðeins of passífir, eins og við vorum búnir að halda Grétari vel út í leiknum til þess að skjóta. Svo fóru menn að taka lélegri færi og fleiri tæknifeila sem að gefa ekki færi. Þeir fengu líka 3-4 hraðaupphlaup í röð og þar fór þetta eigilega.“ Þá vill Gunnar bæta stigasöfnunina á heimavelli en þeir eru bara með eitt stig af fjórum mögulegum í heimaleikjunum hingað til. „Það er alveg ljóst að heimavöllurinn okkar hefur alltaf verið drjúgur, eins og í fyrra og núna í byrjun en við nýttum okkur hann ekki vel núna sem er ekki gott.“Sveinn Andri: Þetta kom á endanum Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, var mjög ánægður með stigin tvö í kvöld. „Jú, ég er bara mjög sáttur með þetta. Við byrjum leikinn svolítið illa og lentum í erfiðleikum. Við fengum ekki markvörslu og ekki nógu sterkir í skotunum. Svo bara kemur það, við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóðir og svo kom þetta á endanum,“ sagði Sveinn Andri. ÍR-ingar komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik og skutu Víkinga í kaf. „Eins og ég sagði, þá byrjum við þetta illa og við vitum alveg að við getum gert betur. Við spiluðum ekki nógu vel, vorum ekki að ná klippunum og að klára færin, en þetta kom allt í seinni hálfleik,“ sagði Sveinn Andri. „Við settum í lás í góðar 15 mínútur og það skiptir öllu. Við fengum markmanninn inn aftur og hann stóð sig mjög vel.“ Sveinn Andri skoraði sjö mörk og átti flottan leik yfirhöfuð. „Ég spilaði ágætlega en það var bara útaf hvernig liðið spilaði, þeir voru að stimpla mikið og búa til færi sem ég kláraði bara.“ Eru fjögur stig eftir þrjá leiki er það ekki bara ásættanlegt fyrir ÍR? „Við erum mjög sáttir með það og við ætlum bara að halda áfram og sjá hvað gerist.“ Olís-deild karla
ÍR vann góðan sigur á Víkingi, 24-32, þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik og leit út fyrir að það yrði raunin. Í fyrri hálfleik voru liðin nánast jöfn en þökk sé flautumarki Úlfs Karlssonar fóru ÍR-ingar inn í hálfleik með eins marks forystu. Í seinni hálfleik mættu Víkingar ekki til leiks. Gestirnir héldu áfram af fullum krafti, keyrðu yfir þá sóknarlega og skelltu í lás varnarlega. Algjört hrun hjá Víkingum sem voru aðeins með eitt stig fyrir leikinn. Lokatölur voru 24-32 gestunum í vil og var þetta annar sigur Breiðhyltinga í deildinni.Af hverju vann ÍR? ÍR voru frábærir allan leikinn, Víkingar bara helminginn og það skildi liðin að. Víkingar byrjuðu betur en um leið og gestirnir fóru að vinna sig betur inn í leikinn varð þetta sífellt erfiðara fyrir Víkinga. Í seinni hálfleik fengu ÍR-ingar einungis á sig eitt mark á fyrsta korterinu og skoruðu fullt af mörkum á meðan sem fór langleiðina með leikinn.Þessir stóðu upp úr: Sveinn Andri Sveinsson var frábær, skoraði 7 mörk og var duglegur að leggja upp fyrir liðsfélaga sína. Hann stjórnaði spilinu mjög vel og þegar hann fann glufur í vörninni þá nýtti hann þær. Bergvin Þór Gíslason var markahæstur í liði gestanna með 9 mörk. Þá var Grétar Ari Guðjónsson frábær þegar hann byrjaði að verja í seinni hálfleik. Hjá Víkingum var enginn sem stóð eftirminnilega upp úr.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá heimamönnum var í vandræðum í byrjun seinni hálfleiks. Þeir áttu engin svör. Gunnar Gunnarsson tók leikhlé en það gerði lítið fyrir þá. Varnarleikurinn náði sér ekki strik og ÍR komst oft á tíðum alltof auðveldlega í gegn og stungu þá hreinlega af.Hvað gerist næst? ÍR fer með sigrinum upp í 4 stig og eru á góðu róli. Þeir mæta Fjölni í nýliðaslag í næstu umferð og þar er góður möguleiki á að ná í 2 stig. Víkingar eru einungis með 1 stig eftir 3 umferðir og þurfa að fara að rífa sig í gang en eiga erfitt verkefni framundan þegar þeir taka á móti ÍBV heima.Bjarni: Erum drulluflottir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR gat líka verið glaður eftir leikinn. „Ég er bara glaður að hafa unnið, það er mjög erfitt að koma í Víkina og sækja 2 stig og ég er bara ánægður í dag,“ sagði Bjarni. „Við náðum að loka vörninni í byrjun seinni hálfleiks og náum góðu forkskoti og það var algjört lykilatriði. Sóknarlega vorum við að spila vel allan leikinn en varnarlega vorum við aðeins eftir á í fyrri hálfleik.“ Eins og áður sagði þá voru ÍR frábærir í seinni hálfleik. Hvað sagði Bjarni við strákana í hálfleik. „Ég sagði bara alls konar en við leystum mistökin sem við vorum að gera varnarlega í fyrri hálfleik og það vantaði smá ákefð. Við fórum bara vel yfir það og framkvæmdum það vel í seinni, þá vorum við að vinna bolta og náum þessu forskoti sem þeir ná ekki að brúa,“ sagði Bjarni. „Við erum hérna til þess að safna stigum og förum í alla leiki til að vinna og þetta er bara allt í lagi. Þetta er bara nýbyrjað og maður er ekki mikið að pæla í því núna. Við erum drulluflottir þannig að þetta verður bara stuð.“Gunnar: Nýttum ekki heimavöllinn Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, var frekar fúll eftir tapið í kvöld. „Þetta eru auðvitað vonbrigði hvernig við spiluðum. Við byrjuðum fínt og náðum að halda þessu frekar rólegu í byrjun. Við náðum einhvern veginn ekki alveg tökum á vörninni í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn var alveg fínn og skoruðum 14 mörk í fyrri hálfleik. Svo fer bara allt í frost fyrstu 10-15 mínútur eftir hálfleik. Við skoruðum ekki mark fyrstu 10 mínúturnar á meðan að þeir skoruðu um sex mörk,“ sagði Gunnar. Kann Gunnar einhverjar skýringar á því hvers vegna leikur liðsins hrundi svona í seinni hálfleik? „Menn voru kannski aðeins of passífir, eins og við vorum búnir að halda Grétari vel út í leiknum til þess að skjóta. Svo fóru menn að taka lélegri færi og fleiri tæknifeila sem að gefa ekki færi. Þeir fengu líka 3-4 hraðaupphlaup í röð og þar fór þetta eigilega.“ Þá vill Gunnar bæta stigasöfnunina á heimavelli en þeir eru bara með eitt stig af fjórum mögulegum í heimaleikjunum hingað til. „Það er alveg ljóst að heimavöllurinn okkar hefur alltaf verið drjúgur, eins og í fyrra og núna í byrjun en við nýttum okkur hann ekki vel núna sem er ekki gott.“Sveinn Andri: Þetta kom á endanum Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, var mjög ánægður með stigin tvö í kvöld. „Jú, ég er bara mjög sáttur með þetta. Við byrjum leikinn svolítið illa og lentum í erfiðleikum. Við fengum ekki markvörslu og ekki nógu sterkir í skotunum. Svo bara kemur það, við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóðir og svo kom þetta á endanum,“ sagði Sveinn Andri. ÍR-ingar komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik og skutu Víkinga í kaf. „Eins og ég sagði, þá byrjum við þetta illa og við vitum alveg að við getum gert betur. Við spiluðum ekki nógu vel, vorum ekki að ná klippunum og að klára færin, en þetta kom allt í seinni hálfleik,“ sagði Sveinn Andri. „Við settum í lás í góðar 15 mínútur og það skiptir öllu. Við fengum markmanninn inn aftur og hann stóð sig mjög vel.“ Sveinn Andri skoraði sjö mörk og átti flottan leik yfirhöfuð. „Ég spilaði ágætlega en það var bara útaf hvernig liðið spilaði, þeir voru að stimpla mikið og búa til færi sem ég kláraði bara.“ Eru fjögur stig eftir þrjá leiki er það ekki bara ásættanlegt fyrir ÍR? „Við erum mjög sáttir með það og við ætlum bara að halda áfram og sjá hvað gerist.“