Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2017 13:15 Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt. Vísir Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56