Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 08:23 Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi. vísir/kolbeinn tumi Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17