Klappir skráð í Kauphöllina Hörður Ægisson skrifar 21. september 2017 14:15 Jón Ágúst Þorsteinsson er forstjóri Klappa en félagið er hið fyrsta sem er tekið til viðskipta á First North markaðinn á þessu ári. Klappir Grænar Lausnir, sem þróar, selur og innleiðir hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála, var skráð á Nasdaq First North markað Kauphallarinnar í morgun. Er félagið hið fyrsta sem er tekið til viðskipta á First North í Kauphöllinni á þessu ári. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, segir í tilkynningu að það sé mikil ánægja með þetta skref. „Við erum vaxandi fyrirtæki í spennandi grein. Miklir framtíðarmöguleikar eru í þróun á grænum hugbúnaðarlausnum og við viljum gera áhugasömum fjárfestum auðvelt að taka þátt í vegferðinni með okkur. Sú umgjörð sem Nasdaq First North býður upp á kemur fyrirtækinu til góða í framtíðarundirbúningi þess, bæði hvað varðar þjónustu við hluthafa og fjárfesta, en ekki síst við fjármögnun stórra verkefna, ef svo ber undir. Við hlökkum til að stíga inn í þennan nýja veruleika.“ Í tilkynningu kemur fram að aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa geri fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og upplýsa um árangur á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Áhersla sé á auðveldan aðgang og rekjanleika. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það mikið ánægjuefni að Klappir skuli velja First North markaðinn sem vettvang fyrir aukinn sýnileika og framtíðarvöxt félagsins. „Þetta skref sem Klappir tekur er til þess fallið að efla ásýnd félagsins bæði hérlendis og erlendis og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Við hlökkum til að vinna með félaginu á markaði og óskum því, hluthöfum þess og starfsfólki innilega til hamingju með áfangann.“ First North er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti, þar sem gerð er minni krafa um upplýsingaskyldu en til fyrirtækja á Aðalmarkaði Kauphallarinnar, sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Klappir Kauphöllin Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Klappir Grænar Lausnir, sem þróar, selur og innleiðir hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála, var skráð á Nasdaq First North markað Kauphallarinnar í morgun. Er félagið hið fyrsta sem er tekið til viðskipta á First North í Kauphöllinni á þessu ári. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, segir í tilkynningu að það sé mikil ánægja með þetta skref. „Við erum vaxandi fyrirtæki í spennandi grein. Miklir framtíðarmöguleikar eru í þróun á grænum hugbúnaðarlausnum og við viljum gera áhugasömum fjárfestum auðvelt að taka þátt í vegferðinni með okkur. Sú umgjörð sem Nasdaq First North býður upp á kemur fyrirtækinu til góða í framtíðarundirbúningi þess, bæði hvað varðar þjónustu við hluthafa og fjárfesta, en ekki síst við fjármögnun stórra verkefna, ef svo ber undir. Við hlökkum til að stíga inn í þennan nýja veruleika.“ Í tilkynningu kemur fram að aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa geri fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og upplýsa um árangur á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Áhersla sé á auðveldan aðgang og rekjanleika. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það mikið ánægjuefni að Klappir skuli velja First North markaðinn sem vettvang fyrir aukinn sýnileika og framtíðarvöxt félagsins. „Þetta skref sem Klappir tekur er til þess fallið að efla ásýnd félagsins bæði hérlendis og erlendis og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Við hlökkum til að vinna með félaginu á markaði og óskum því, hluthöfum þess og starfsfólki innilega til hamingju með áfangann.“ First North er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti, þar sem gerð er minni krafa um upplýsingaskyldu en til fyrirtækja á Aðalmarkaði Kauphallarinnar, sem er sérsniðin fyrir félög í vexti.
Klappir Kauphöllin Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira