Markadrottning glímir við geðklofa: Varð svo veik að hún þurfti að hætta í boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2017 09:15 Hrefna Huld Jóhannesdóttir fagnar bikarmeistaratitli með KR. vísir/daníel Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira