Andri Rúnar: Hugurinn leitar út Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2017 16:33 Andri Rúnar jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði nítjánda mark sitt í deildinni í dag. vísir/stefán „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15