„Þið eruð að drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 09:00 Aðstoð hefur borist til Puerto Rico en ljóst er að fjölmargir til viðbótar þurfa hjálp. Vísir/GEtty „Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
„Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira