Lewis Hamilton á ráspól í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. október 2017 07:10 Lewis Hamilton var í sérflokki í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Tímatakan í Japan er afar mikilvæg, einungis tvisvar frá árinu 1991 hefur ökumaður sem ekki ræsti á frestu rásröð náð að vinna keppnina.Fyrsta lota Valtteri Bottas sýndi rallý hæfileika sína þegar hann bjargaði sér og bílnum frá brúarstólpa í fyrstu tilraun Finnans til að setja tíma. Romain Grosjean gerði mistök og hafnaði á varnarvegg undir lok lotunnar. Það þurfti að stöðva tímatökuna og lotunni lauk þar með. Haas bíll franska ökumannsins var nokkuð skemmdur eftir höggið. Grosjean missti stjórn á bílnum, fór út á gras á um 200 km/klst og þá var eiginlega ekki spurning hvernig leikar myndu enda. Þeir sem féllu úr leik í fyrstu lotu voru, auk Grosjean, Pierre Gasly á Toro Rosso,Lance Stroll á Williams og Sauber ökumennirnir. Stroll lenti í umferð á brautinni í báðum sínum tilraunum.Sebastian Vettel á Ferrari mun ræsa annar vegna refsingar Valtteri Bottas vegna gírkassaskiptinga.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton byrjaði aðra lotuna á því að setja brautarmet á Suzuka brautinni. Raikkonen kom út á mjúkum dekkjum, sem og Bottas en þeir ætluðu greinilega að ræsa keppnina á harðari dekkjum en aðrir fremstu ökumenn. Menn verða að ræsa af stað í keppnina á morgun á þeim dekkjum sem þeir setja hraðasta tímann á í annarri lotu, að því gefnu að þeir komist í þá þriðju. Þeir sem féllu út í annarri umferð voru Renault ökumennirnir, Stoffel Vandoorne á Mclaren, Kevin Magnussen á Haas og Carlos Sainz á Toro Rosso. Alonso mun taka út refsingu á morgun og færast aftur á ráslínu vegna nýrra vélaríhluta sem hann þarf að taka um borð. Vandoorne mun því ræsa 10. á morgun.Þriðja lota Hamilton setti aftur brautarmet í upphafi þriðju lotu. Næstur honum komst Vettel á Ferrari. Bottas, liðsfélagi Hamilton var 0,641 sekúndu á eftir Hamilton eftir fyrri tilraunina í þriðju lotu. Hamilton bætti svo í tryggði sér ráspól. Bottas nappaði öðru sætinu af Vettel í seinni tilrauninni og Raikkonen var ekki upp á sitt besta og var sjötti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30 Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 6. október 2017 23:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Tímatakan í Japan er afar mikilvæg, einungis tvisvar frá árinu 1991 hefur ökumaður sem ekki ræsti á frestu rásröð náð að vinna keppnina.Fyrsta lota Valtteri Bottas sýndi rallý hæfileika sína þegar hann bjargaði sér og bílnum frá brúarstólpa í fyrstu tilraun Finnans til að setja tíma. Romain Grosjean gerði mistök og hafnaði á varnarvegg undir lok lotunnar. Það þurfti að stöðva tímatökuna og lotunni lauk þar með. Haas bíll franska ökumannsins var nokkuð skemmdur eftir höggið. Grosjean missti stjórn á bílnum, fór út á gras á um 200 km/klst og þá var eiginlega ekki spurning hvernig leikar myndu enda. Þeir sem féllu úr leik í fyrstu lotu voru, auk Grosjean, Pierre Gasly á Toro Rosso,Lance Stroll á Williams og Sauber ökumennirnir. Stroll lenti í umferð á brautinni í báðum sínum tilraunum.Sebastian Vettel á Ferrari mun ræsa annar vegna refsingar Valtteri Bottas vegna gírkassaskiptinga.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton byrjaði aðra lotuna á því að setja brautarmet á Suzuka brautinni. Raikkonen kom út á mjúkum dekkjum, sem og Bottas en þeir ætluðu greinilega að ræsa keppnina á harðari dekkjum en aðrir fremstu ökumenn. Menn verða að ræsa af stað í keppnina á morgun á þeim dekkjum sem þeir setja hraðasta tímann á í annarri lotu, að því gefnu að þeir komist í þá þriðju. Þeir sem féllu út í annarri umferð voru Renault ökumennirnir, Stoffel Vandoorne á Mclaren, Kevin Magnussen á Haas og Carlos Sainz á Toro Rosso. Alonso mun taka út refsingu á morgun og færast aftur á ráslínu vegna nýrra vélaríhluta sem hann þarf að taka um borð. Vandoorne mun því ræsa 10. á morgun.Þriðja lota Hamilton setti aftur brautarmet í upphafi þriðju lotu. Næstur honum komst Vettel á Ferrari. Bottas, liðsfélagi Hamilton var 0,641 sekúndu á eftir Hamilton eftir fyrri tilraunina í þriðju lotu. Hamilton bætti svo í tryggði sér ráspól. Bottas nappaði öðru sætinu af Vettel í seinni tilrauninni og Raikkonen var ekki upp á sitt besta og var sjötti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30 Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 6. október 2017 23:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30
Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30
Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 6. október 2017 23:30