Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 19:08 Gagnrýnendur orkuáætlunar Obama hafa kennt reglugerðafargani um hnignun kolaiðnaðarins. Sérfræðingjar segja að raunveruleg orsökin sé uppgangur jarðgass og endurnýjanlegra orkugjafa. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00