Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2017 23:30 Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Vettel setti sinn besta tíma skömmu eftir að æfingin hófst á ný eftir árekstur Carlos Sainz við varnarvegg þegar 50 mínútur voru liðnar af æfingunni. Þegar æfingin hófst á ný voru 23 mínútur eftir á klukkunni og Ferrari sendi báða sína ökumenn út á brautina. Vettel hafði verið 0,042 sekúndum lakari en Hamilton þegar Hamilton var á ofur-mjúkum dekkjum en Vettel á mjúkum. Vettel kom út á brautina eftir að æfingin hófst á ný og sett þá hraðasta tímann. Hamilton varð annar, Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji, Kimi Raikkonen á Ferrari fjórði og Valtteri Bottas á Mercedes fimmti og sá síðasti sem komst innan við sekúndu frá Vettel. Mikil rigning undir lok æfingarinnar gerði það að verkum að enginn átti raunhæfa möguleika í að skáka tíma Vettel.Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins sem var afar blaut.Vísir/GettySeinni æfingin Esteban Ocon á Force India varð annar á æfingunni og sá eini sem komst í sekúndu seylingarfjarlægð frá Hamilton sem var fljótastur. Mikil rigning var á brautinni fyrri helming æfingarinnar en svo stytti upp en brautin þornaði hægt. Einungis fimm ökumenn settu tíma á æfingunni en það voru, Hamilton og Ocon auk Sergio Perez, liðsfélaga Ocon og Felipe Massa og Lance Stroll á Williams. Alls fóru 14 ökumenn út úr bílskúrum sínum en þeir níu sem ekki settu tíma en óku fóru einungis uppstillingarhring og svo inn aftur. Mörg lið höfðu hugan við framhald helgarinnar og vildu spara regndekkin og lögðu því ekki í að slíta þeim á æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30 Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Vettel setti sinn besta tíma skömmu eftir að æfingin hófst á ný eftir árekstur Carlos Sainz við varnarvegg þegar 50 mínútur voru liðnar af æfingunni. Þegar æfingin hófst á ný voru 23 mínútur eftir á klukkunni og Ferrari sendi báða sína ökumenn út á brautina. Vettel hafði verið 0,042 sekúndum lakari en Hamilton þegar Hamilton var á ofur-mjúkum dekkjum en Vettel á mjúkum. Vettel kom út á brautina eftir að æfingin hófst á ný og sett þá hraðasta tímann. Hamilton varð annar, Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji, Kimi Raikkonen á Ferrari fjórði og Valtteri Bottas á Mercedes fimmti og sá síðasti sem komst innan við sekúndu frá Vettel. Mikil rigning undir lok æfingarinnar gerði það að verkum að enginn átti raunhæfa möguleika í að skáka tíma Vettel.Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins sem var afar blaut.Vísir/GettySeinni æfingin Esteban Ocon á Force India varð annar á æfingunni og sá eini sem komst í sekúndu seylingarfjarlægð frá Hamilton sem var fljótastur. Mikil rigning var á brautinni fyrri helming æfingarinnar en svo stytti upp en brautin þornaði hægt. Einungis fimm ökumenn settu tíma á æfingunni en það voru, Hamilton og Ocon auk Sergio Perez, liðsfélaga Ocon og Felipe Massa og Lance Stroll á Williams. Alls fóru 14 ökumenn út úr bílskúrum sínum en þeir níu sem ekki settu tíma en óku fóru einungis uppstillingarhring og svo inn aftur. Mörg lið höfðu hugan við framhald helgarinnar og vildu spara regndekkin og lögðu því ekki í að slíta þeim á æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30 Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30
Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30