Enski boltinn

Tvær af bestu knattspyrnuþjóðum heims mæta á Wembley í nóvember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar verður væntanlega á Wembley í nóvember.
Neymar verður væntanlega á Wembley í nóvember. Vísir/Getty
Englendingar tryggðu sig inn á HM í Rússlandi í gær og enska knattspyrnusambandið er strax komið á fulla ferð að undirbúa enska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið.

Fyrsta skrefið er að bjóða tveimur stórþjóðum á Wembley í næsta mánuði. Sky Sports segir frá.

Brasilía og Þýskaland hafa eins og England tryggt sér sæti á HM í Rússlandi og þau mun mæta til London með nokkurra daga millibili í nóvember.

Enska landsliðið tekur á móti heimsmeisurum Þýskalands á Wembley leikvanginum föstudaginn 10. nóvember en fimmfaldir heimsmeistara Brasilíu spila sína við enska landsliðið á Wembley fjórum dögum síðar.

Englendingar tryggðu sér sæti á HM með 1-0 sigri á Slóveníu í gær en Harry Kane skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Lokaleikur enska landsliðsins í undankeppninni er út í Litháen á sunnudaginn.

Þetta verður annar vináttulandsleikur Englands og Þýskalands á þessu ári en Þjóðverjar unnu 1-0 sigur í Dortmund í mars þar sem Lukas Podolski skoraði eina mark leiksins.  Síðasti leikur þýska landsliðsins á Wembley leikvanginum var aftur á móti fyrir fjórum árum þegar Arsenal-maðurinn Per Mertesacker skoraði eina mark leiksins.

Brasilíumenn mættu síðast á Wembley í febrúar 2013 en þá tryggði Frank Lampard enska landsliðinu 2-1 sigur með marki í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×