„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 20:10 Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaður Vísir/AFP „Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“ Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“
Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57