Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 19:59 Tillerson (t.v.) er meðal annars sagður hafa verið brjálaður út í Trump vegna furðulegrar ræðu sem hann hélt á stóru skátamóti í sumar. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20