Sjálfbærni í ferðaþjónustunni er möguleg og nauðsynleg Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 19:00 Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira