Hóta íbúa í Vestmannaeyjum með birtingu nektarmynda á samfélagsmiðlum Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. október 2017 17:16 Lögreglan í Vestmannaeyjum segist rannsaka málið sem kynferðisbrot og fjársvik. vísir/pjetur Karlmaður á þrítugsaldri, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur leitað til lögreglu vegna kynferðisbrots á hendur sér og fjársvika. Lögreglan vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi í gær en greinir frá því á Facebook-síðu sinni að kynferðisbrot og fjársvik hafi verið kærð og séu til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis snýr brotið meðal annars að birtingu nektarmynda af manninum í óþökk hans á samfélagsmiðlum. Er það í samræmi við það sem fram kemur hjá lögreglunni að um sé að ræða ólöglega dreifingu á nektarmyndum. Munu óprúttnir aðilar, mögulega frá Austur-Evrópu, vera að reyna að kúga fé út úr manninum með nektarmyndum af manninum sem þeir hafa komist yfir. Mun samkvæmt heimildum Vísis hafa verið stofnaður sérstakur Instagram-reikningur í gær þar sem myndirnar voru birtar. Var gengið svo langt að bæta fjölda Vestmannaeyinga við fylgjendahópinn til að vekja athygli á myndunum. Auk þess var kærasta hans nafngreind á aðganginum sem var eytt af Instagram eftir að hafa verið í loftinu í nokkrar klukkustundir í gær. Maðurinn er miður síns vegna málsins og hefur legið þungt á honum í sumar. Steininn tók úr með birtingu og dreifingu Instagram-síðunnar í gær.Færist í aukana Lögreglan bendir í Fésbókarfærslu sinni á að netglæpir séu að færast í aukana alls staðar í heiminum og að þeim mun fjölga mikið á næstu ærum samkvæmt upplýsingum frá Europol. „Almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart ýmis konar netglæpum en mikið af skipulagðri glæpastarfsemi fer fram með þessum hætti. Algengt er að reynt sé að svíkja fé út úr fólki með blekkingum og allskyns hótunum. Komist óprúttnir aðilar til dæmis yfir nektarmyndir af fólki er algengt að þær séu notaðar í þeim tilgangi að svíkja út úr því fé eða neyða fólk til ýmissa athafna,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar segir jafnframt að tæknin sé komin til að vera en mikilvægt sé að fólk kunni að umgangast hana. „Þá er lykilatriði að allir geri sér grein fyrir, ungir sem aldnir, að dreifing á myndum sem sýna fólk á kynferðislegan eða klámfenginn hátt er brot á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og liggur fangelsisrefsing við slíkum brotum. Þeir sem verða fyrir slíkum brotum er bent á að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu.“ Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur leitað til lögreglu vegna kynferðisbrots á hendur sér og fjársvika. Lögreglan vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi í gær en greinir frá því á Facebook-síðu sinni að kynferðisbrot og fjársvik hafi verið kærð og séu til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis snýr brotið meðal annars að birtingu nektarmynda af manninum í óþökk hans á samfélagsmiðlum. Er það í samræmi við það sem fram kemur hjá lögreglunni að um sé að ræða ólöglega dreifingu á nektarmyndum. Munu óprúttnir aðilar, mögulega frá Austur-Evrópu, vera að reyna að kúga fé út úr manninum með nektarmyndum af manninum sem þeir hafa komist yfir. Mun samkvæmt heimildum Vísis hafa verið stofnaður sérstakur Instagram-reikningur í gær þar sem myndirnar voru birtar. Var gengið svo langt að bæta fjölda Vestmannaeyinga við fylgjendahópinn til að vekja athygli á myndunum. Auk þess var kærasta hans nafngreind á aðganginum sem var eytt af Instagram eftir að hafa verið í loftinu í nokkrar klukkustundir í gær. Maðurinn er miður síns vegna málsins og hefur legið þungt á honum í sumar. Steininn tók úr með birtingu og dreifingu Instagram-síðunnar í gær.Færist í aukana Lögreglan bendir í Fésbókarfærslu sinni á að netglæpir séu að færast í aukana alls staðar í heiminum og að þeim mun fjölga mikið á næstu ærum samkvæmt upplýsingum frá Europol. „Almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart ýmis konar netglæpum en mikið af skipulagðri glæpastarfsemi fer fram með þessum hætti. Algengt er að reynt sé að svíkja fé út úr fólki með blekkingum og allskyns hótunum. Komist óprúttnir aðilar til dæmis yfir nektarmyndir af fólki er algengt að þær séu notaðar í þeim tilgangi að svíkja út úr því fé eða neyða fólk til ýmissa athafna,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar segir jafnframt að tæknin sé komin til að vera en mikilvægt sé að fólk kunni að umgangast hana. „Þá er lykilatriði að allir geri sér grein fyrir, ungir sem aldnir, að dreifing á myndum sem sýna fólk á kynferðislegan eða klámfenginn hátt er brot á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og liggur fangelsisrefsing við slíkum brotum. Þeir sem verða fyrir slíkum brotum er bent á að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu.“
Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira