Fótbolti

Bakslag hjá Aroni Einari

Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018.

Aron Einar er algjör lykilmaður í íslenska liðinu og alveg ljóst að íslenska liðið má helst ekki vera án hans í þessum mikilvæga leik en bæði lið eiga möguleika á að tryggja sig inn á HM í Rússlandi.

„Ég get ekki sagt til um hvort ég verið með í leiknum á föstudaginn. Það kom smá bakslag á æfingu í gær en ég ætla að reyna að æfa með liðnu í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson við Íþróttadeild 365 í dag.

Aron Einar skokkaði einn á æfingu íslenska liðsins í dag og hljóp þar með Friðriki Ellerti Jónssyni sjúkraþjálfara. Hann var því ekki með restinni af liðinu og er áfram í sérmeðferð hjá sjúkraþjálfurum íslenska liðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×