Segir Paddock hafa verið sjúkan Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2017 13:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49