Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2017 08:49 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Lögreglan er engu nær um ástæður þess að hann hóf skothríð úr herbergi sínu á Mandalay-hótelinu í Las Vegas á mánudagskvöld. Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. Lögreglan leitar nú logandi ljósi að vísbendingum um hvað árásarmanninum, hinum 64 ára gamla Stephen Paddock, gekk til en hún er engu nær um ástæðurnar að baki árásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Yfirvöld hafa ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi í gær lýst yfir ábyrgð á árásinni. Einhverjir þeirra sem komið að rannsókninni hafa gefið í skyn að Paddock hafi átt við geðræn vandamál að stríða en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Þá eru yfirvöld að reyna að púsla saman fjárhagsstöðu hans til að reyna að komast að hvaða ástæður gætu verið að baki árásinni.Mandalay-hótelið þaðan sem Paddock skaut á mannfjöldann.Vísir/AFPFundu 23 skotvopn á hótelherbergi Paddock Paddock hóf skothríð upp úr klukkan 22 á sunnudagskvöld að staðartíma, eða snemma á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Hann skaut á mikinn mannfjölda sem staddur var á útitónleikum í Las Vegas, skammt frá Mandalay-hótelinu, en Paddock var í herbergi á 32. hæð hótelsins og skaut þaðan út um glugga á fólkið fyrir neðan. Lögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherberginu og mikið vopnabúr heima hjá Paddock í bænum Mesquite sem er norðaustur af Las Vegas, alls 19 skotvopn og sprengiefni. Paddock var í sambúð með konu að nafni Marilou Danley en hún er erlendis og ekki talin tengjast árásinni. Lögreglan vill þó enn ná tali af henni. Árásin hefur komið skyldmennum Paddock algjörlega í opna skjöldu og sagði meðal annars bróðir hans, Eric Paddock, við fjölmiðla í gær að hann væri orðlaus vegna gjörða bróður síns.Frá vettvangi í Las Vegas í gær.vísir/gettyAuðugur maður sem stundaði fjárhættuspil og sigldi um á snekkjum Eric sagði þó bróðir hans hafi verið nokkuð auðugan. Hann hafi stundað fjárhættuspil, siglt um á snekkjum og dvalið mikið á hótelum. Paddock ólst upp ásamt bræðrum sínum hjá einstæðri móður sem sagði þeim að pabbi þeirra væri látinn. Hið rétta er að hann var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 1961 fyrir nokkur bankarán. Pabbinn slapp þó úr fangelsi árið 1968 og gerðist bílasali í Oregon. Annar bróðir Paddock, Patrick, sagði við fjölmiðla hefði flutt mikið þegar þeir bræður voru litlir, frá Iowa til Tucson til suðurhluta Kaliforníu. Þá sagði Eric að Paddock hefði alls ekki verið mikill byssumaður. „Að hann hafi átt svona mikið af vopnum það er bara... hvar í fjandanum fékk hann sjálfvirk skotvopn?“ spurði Eric í gær.Að minnsta kosti 59 létust í árásinni og á sjötta hundrað manns eru særðir.vísir/afpNevada-ríki með eina frjálslegustu skotvopnalöggjöfina Skotvopnalöggjöfin í Nevada-ríki er ein sú frjálslegasta í Bandaríkjunum. Einstaklingar mega bera byssu og þurfa ekki að skrá sig sem byssueigendur. Bakgrunnur fólks er kannaður þegar það kaupir byssu en einstaklingar mega einnig selja hver öðrum byssur. Eigandi skotvopnaverslunar í Mesquite, heimabæ Paddock, hefur staðfest að hann hafi selt honum þrjár byssur síðastliðið ár, eina skammbyssu og tvo riffla. Öll kaupin voru lögleg og Paddock stóðst bakgrunnstékk sem gert er samkvæmt stöðlum Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Byggt á fréttum BBC og New York Times. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem tímasetningar voru ekki réttar í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð á hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Bandaríkjunum. Lögregla hefur ekki viljað skilgreina árásina sem hryðjuverk. 3. október 2017 06:00 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Tugir skotvopna hafa fundist á hótelherbergi og heimili fjöldamorðingjans í Las Vegas. Þá fannst efni til sprengjugerðar í bíl hans. 2. október 2017 22:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. Lögreglan leitar nú logandi ljósi að vísbendingum um hvað árásarmanninum, hinum 64 ára gamla Stephen Paddock, gekk til en hún er engu nær um ástæðurnar að baki árásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Yfirvöld hafa ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi í gær lýst yfir ábyrgð á árásinni. Einhverjir þeirra sem komið að rannsókninni hafa gefið í skyn að Paddock hafi átt við geðræn vandamál að stríða en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Þá eru yfirvöld að reyna að púsla saman fjárhagsstöðu hans til að reyna að komast að hvaða ástæður gætu verið að baki árásinni.Mandalay-hótelið þaðan sem Paddock skaut á mannfjöldann.Vísir/AFPFundu 23 skotvopn á hótelherbergi Paddock Paddock hóf skothríð upp úr klukkan 22 á sunnudagskvöld að staðartíma, eða snemma á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Hann skaut á mikinn mannfjölda sem staddur var á útitónleikum í Las Vegas, skammt frá Mandalay-hótelinu, en Paddock var í herbergi á 32. hæð hótelsins og skaut þaðan út um glugga á fólkið fyrir neðan. Lögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherberginu og mikið vopnabúr heima hjá Paddock í bænum Mesquite sem er norðaustur af Las Vegas, alls 19 skotvopn og sprengiefni. Paddock var í sambúð með konu að nafni Marilou Danley en hún er erlendis og ekki talin tengjast árásinni. Lögreglan vill þó enn ná tali af henni. Árásin hefur komið skyldmennum Paddock algjörlega í opna skjöldu og sagði meðal annars bróðir hans, Eric Paddock, við fjölmiðla í gær að hann væri orðlaus vegna gjörða bróður síns.Frá vettvangi í Las Vegas í gær.vísir/gettyAuðugur maður sem stundaði fjárhættuspil og sigldi um á snekkjum Eric sagði þó bróðir hans hafi verið nokkuð auðugan. Hann hafi stundað fjárhættuspil, siglt um á snekkjum og dvalið mikið á hótelum. Paddock ólst upp ásamt bræðrum sínum hjá einstæðri móður sem sagði þeim að pabbi þeirra væri látinn. Hið rétta er að hann var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 1961 fyrir nokkur bankarán. Pabbinn slapp þó úr fangelsi árið 1968 og gerðist bílasali í Oregon. Annar bróðir Paddock, Patrick, sagði við fjölmiðla hefði flutt mikið þegar þeir bræður voru litlir, frá Iowa til Tucson til suðurhluta Kaliforníu. Þá sagði Eric að Paddock hefði alls ekki verið mikill byssumaður. „Að hann hafi átt svona mikið af vopnum það er bara... hvar í fjandanum fékk hann sjálfvirk skotvopn?“ spurði Eric í gær.Að minnsta kosti 59 létust í árásinni og á sjötta hundrað manns eru særðir.vísir/afpNevada-ríki með eina frjálslegustu skotvopnalöggjöfina Skotvopnalöggjöfin í Nevada-ríki er ein sú frjálslegasta í Bandaríkjunum. Einstaklingar mega bera byssu og þurfa ekki að skrá sig sem byssueigendur. Bakgrunnur fólks er kannaður þegar það kaupir byssu en einstaklingar mega einnig selja hver öðrum byssur. Eigandi skotvopnaverslunar í Mesquite, heimabæ Paddock, hefur staðfest að hann hafi selt honum þrjár byssur síðastliðið ár, eina skammbyssu og tvo riffla. Öll kaupin voru lögleg og Paddock stóðst bakgrunnstékk sem gert er samkvæmt stöðlum Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Byggt á fréttum BBC og New York Times. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem tímasetningar voru ekki réttar í upphaflegri útgáfu fréttarinnar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð á hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Bandaríkjunum. Lögregla hefur ekki viljað skilgreina árásina sem hryðjuverk. 3. október 2017 06:00 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Tugir skotvopna hafa fundist á hótelherbergi og heimili fjöldamorðingjans í Las Vegas. Þá fannst efni til sprengjugerðar í bíl hans. 2. október 2017 22:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð á hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Bandaríkjunum. Lögregla hefur ekki viljað skilgreina árásina sem hryðjuverk. 3. október 2017 06:00
Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57
Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Tugir skotvopna hafa fundist á hótelherbergi og heimili fjöldamorðingjans í Las Vegas. Þá fannst efni til sprengjugerðar í bíl hans. 2. október 2017 22:50