Finnur Freyr um Jón Arnór: Vitum meira eftir segulómskoðun í fyrramálið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2017 19:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira