Finnur Freyr um Jón Arnór: Vitum meira eftir segulómskoðun í fyrramálið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2017 19:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira