Finnur Freyr um Jón Arnór: Vitum meira eftir segulómskoðun í fyrramálið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2017 19:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira