Hæst launuðu fengið mestar hækkanir Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Forsvarsmenn samtaka launafólks og samtaka ativnnulífsins eru ósammála um hvort eigi að hækka laun í krónum eða prósentum í næstu kjarasamningum. vísir/vilhelm Laun þeirra sem hæstar hafa tekjurnar hækkuðu mest á milli áranna 2014 og 2016, sama hvort litið er til almenna eða opinberra geirans. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um laun landsmanna eftir starfsstéttum.Vilhjálmur BirgissonSé litið til reglulegra meðallauna starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkuð þau úr 552 þúsund krónum í 638 þúsund, eða um 86 þúsund. Lægsta tekjutíundin hefur hins vegar aðeins hækkað um 55 þúsund krónur á meðan sú hæsta hefur hækkað um 126 þúsund krónur. Í prósentum talið hefur sú lægsta aftur á móti hækkað í launum um 17,8 prósent en sú hæsta um 14,8. Mesti munur á hækkun lægstu og hæstu tekjutíundarinnar er hjá opinberum starfsmönnum ríkisins. Lægstu laun hafa hækkað um 62 þúsund krónur, úr 335 þúsundum í 397 þúsund. Hins vegar hefur hæsta tekjutíundin hækkað um 174 þúsund krónur, farið úr 806 þúsundum í 980 þúsund krónur að meðaltali. Á tímabilinu hækkuðu laun hennar um 21,6 prósent en lægsta tíundin um 18,5 prósent. „Prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar í okkar þjóðfélagi,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og segir tölurnar sýna að prósentuhækkanir í komandi kjarasamningum sé leið ójöfnuðar. „Þær breikka bilið milli þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og þeirra sem mest hafa. Þetta er stóra málið og mikilvægt að hætta að nota prósentuhækkanir og taka upp krónutöluhækkanir. Ef menn nota prósentutölur áratugi fram í tímann þá verður bilið meira. Prósentuútreikningar og annað slíkt er ein mesta blekking sem íslenskt lágtekjufólk þarf að standa frammi fyrir. Við förum ekki með prósentur út í verslanir heldur íslenskar krónur,“ segir Vilhjálmur. „Það kemur ekki á óvart að hæstu laun hækki meira í krónum talið þar sem hækkun í prósentum hefur hlutfallslega meiri krónutöluáhrif á þann tekjuhóp en lægstu laun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur skýringu á þróun hæstu launa í hópi ríkisstarfsmanna liggja fyrst og fremst í ákvörðunum kjararáðs sem hafi hækkað laun æðstu embættismanna óeðlilega mikið á síðustu misserum.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gvaHann bendir enn fremur á það sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkisstarfsmenn séu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Heilbrigðara sé að útflutningsgreinar og aðrar atvinnugreinar sem séu í alþjóðlegri samkeppni skilgreini svigrúm til launahækkana hverju sinni. Mikilvægasta markmið komandi kjarasamninga sé að standa vörð um kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Þegar Halldór Benjamín er spurður að því hvort rétt sé að horfa til krónutöluhækkana í komandi kjaraviðræðum segir hann það af og frá. „Nei, ég tel það óráðlegt.“ „Það var okkar upplegg í síðustu kjarasamningum að hækka laun í krónum talið en um það náðist ekki sátt. Meðal annars vildu stórir hópar innan opinberra starfsmanna fara prósentutöluleiðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, foresti ASÍ. „Eftir að gerðardómur úrskurðaði í ágúst 2015 um prósentuhækkun launa BHM og hjúkrunarfræðinga misstum við einfaldlega tökin á þessu. Meginkjarabreytingin er í prósentum og því hækka hæstu laun mest. Einnig hefur kjararáð ákvarðað laun æðstu embættismanna og því kemur ekki á óvart að efsta tíund ríkisins hækki svona mikið. Það er kjararáðshópurinn.“ Að mati Gylfa staðfesta þessar tölur það sem hefur verið í umræðunni síðustu misseri og að óánægja launafólks sé á rökum reist. Nú sé sá hópur kominn aftur að samningaborðinu sem vildi prósentuleiðina í upphafi, háskólamenn og kennarar, og því áhugavert að sjá hvaða leið verður farin nú. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Laun þeirra sem hæstar hafa tekjurnar hækkuðu mest á milli áranna 2014 og 2016, sama hvort litið er til almenna eða opinberra geirans. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um laun landsmanna eftir starfsstéttum.Vilhjálmur BirgissonSé litið til reglulegra meðallauna starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkuð þau úr 552 þúsund krónum í 638 þúsund, eða um 86 þúsund. Lægsta tekjutíundin hefur hins vegar aðeins hækkað um 55 þúsund krónur á meðan sú hæsta hefur hækkað um 126 þúsund krónur. Í prósentum talið hefur sú lægsta aftur á móti hækkað í launum um 17,8 prósent en sú hæsta um 14,8. Mesti munur á hækkun lægstu og hæstu tekjutíundarinnar er hjá opinberum starfsmönnum ríkisins. Lægstu laun hafa hækkað um 62 þúsund krónur, úr 335 þúsundum í 397 þúsund. Hins vegar hefur hæsta tekjutíundin hækkað um 174 þúsund krónur, farið úr 806 þúsundum í 980 þúsund krónur að meðaltali. Á tímabilinu hækkuðu laun hennar um 21,6 prósent en lægsta tíundin um 18,5 prósent. „Prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar í okkar þjóðfélagi,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og segir tölurnar sýna að prósentuhækkanir í komandi kjarasamningum sé leið ójöfnuðar. „Þær breikka bilið milli þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og þeirra sem mest hafa. Þetta er stóra málið og mikilvægt að hætta að nota prósentuhækkanir og taka upp krónutöluhækkanir. Ef menn nota prósentutölur áratugi fram í tímann þá verður bilið meira. Prósentuútreikningar og annað slíkt er ein mesta blekking sem íslenskt lágtekjufólk þarf að standa frammi fyrir. Við förum ekki með prósentur út í verslanir heldur íslenskar krónur,“ segir Vilhjálmur. „Það kemur ekki á óvart að hæstu laun hækki meira í krónum talið þar sem hækkun í prósentum hefur hlutfallslega meiri krónutöluáhrif á þann tekjuhóp en lægstu laun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur skýringu á þróun hæstu launa í hópi ríkisstarfsmanna liggja fyrst og fremst í ákvörðunum kjararáðs sem hafi hækkað laun æðstu embættismanna óeðlilega mikið á síðustu misserum.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gvaHann bendir enn fremur á það sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkisstarfsmenn séu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Heilbrigðara sé að útflutningsgreinar og aðrar atvinnugreinar sem séu í alþjóðlegri samkeppni skilgreini svigrúm til launahækkana hverju sinni. Mikilvægasta markmið komandi kjarasamninga sé að standa vörð um kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Þegar Halldór Benjamín er spurður að því hvort rétt sé að horfa til krónutöluhækkana í komandi kjaraviðræðum segir hann það af og frá. „Nei, ég tel það óráðlegt.“ „Það var okkar upplegg í síðustu kjarasamningum að hækka laun í krónum talið en um það náðist ekki sátt. Meðal annars vildu stórir hópar innan opinberra starfsmanna fara prósentutöluleiðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, foresti ASÍ. „Eftir að gerðardómur úrskurðaði í ágúst 2015 um prósentuhækkun launa BHM og hjúkrunarfræðinga misstum við einfaldlega tökin á þessu. Meginkjarabreytingin er í prósentum og því hækka hæstu laun mest. Einnig hefur kjararáð ákvarðað laun æðstu embættismanna og því kemur ekki á óvart að efsta tíund ríkisins hækki svona mikið. Það er kjararáðshópurinn.“ Að mati Gylfa staðfesta þessar tölur það sem hefur verið í umræðunni síðustu misseri og að óánægja launafólks sé á rökum reist. Nú sé sá hópur kominn aftur að samningaborðinu sem vildi prósentuleiðina í upphafi, háskólamenn og kennarar, og því áhugavert að sjá hvaða leið verður farin nú.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira