Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2017 06:37 Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk flýja af vettvangi. Vísir/Getty Byssumaður hóf skothríð á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. Samkvæmt talsmanni spítala í borginni eru hið minnsta tveir látnir og 24 særðir, þar af 14 alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fallið og að á þessari stundu sé ekki talið að fleiri hafi verið að verki. Þungvopnaðir lögreglu- og sérsveitarmenn eru enn að störfum á vettvangi, nærri Mandalay Bay-hótelinu á aðalbreiðgötu Las Vegas. Borgaryfirvöld biðla til íbúa og gesta að halda sig frá svæðinu. Fjölmiðlamenn ytra bíða nú eftir blaðamannafundi lögreglunnar sem gert er ráð fyrir að hefjist á hverri stundu.We're investigating reports of an active shooter near/around Mandalay Bay Casino. Asking everyone to please avoid the area. #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) October 2, 2017 Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hundruð tónleikagesta flýja af vettvangi en talið er að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið á tónleikasvæðinu í nótt. Í einhverjum myndbandanna hljómar eins og verið sé að skjóta af hríðskotabyssu er segir í frétt BBC. Vitni segja að í fyrstu hafi það hljómað eins og um flugelda væri að ræða. Skömmu síðar hafi fólk áttað sig á alvöru málsins og tók þá við mikil ringulreið. Heimildarmenn Fox telja að skotin hafi komið að ofan og að jafnvel hafi verið skotið á tónleikagesti af þrítugustu hæð hótels í nágrenninu. Þá telja þeir einnig að einn lögregluþjónn hafi særst. Fréttin verður uppfærð þegar nánari fregnir berast. Panic along the strip now. As far as a kilometre away. People told to take cover. Lots of rumours. Hard to tell what's real. pic.twitter.com/lei64yrvYU— Rosa Hwang (@journorosa) October 2, 2017 Skotárás í Las Vegas Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Byssumaður hóf skothríð á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. Samkvæmt talsmanni spítala í borginni eru hið minnsta tveir látnir og 24 særðir, þar af 14 alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fallið og að á þessari stundu sé ekki talið að fleiri hafi verið að verki. Þungvopnaðir lögreglu- og sérsveitarmenn eru enn að störfum á vettvangi, nærri Mandalay Bay-hótelinu á aðalbreiðgötu Las Vegas. Borgaryfirvöld biðla til íbúa og gesta að halda sig frá svæðinu. Fjölmiðlamenn ytra bíða nú eftir blaðamannafundi lögreglunnar sem gert er ráð fyrir að hefjist á hverri stundu.We're investigating reports of an active shooter near/around Mandalay Bay Casino. Asking everyone to please avoid the area. #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) October 2, 2017 Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hundruð tónleikagesta flýja af vettvangi en talið er að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið á tónleikasvæðinu í nótt. Í einhverjum myndbandanna hljómar eins og verið sé að skjóta af hríðskotabyssu er segir í frétt BBC. Vitni segja að í fyrstu hafi það hljómað eins og um flugelda væri að ræða. Skömmu síðar hafi fólk áttað sig á alvöru málsins og tók þá við mikil ringulreið. Heimildarmenn Fox telja að skotin hafi komið að ofan og að jafnvel hafi verið skotið á tónleikagesti af þrítugustu hæð hótels í nágrenninu. Þá telja þeir einnig að einn lögregluþjónn hafi særst. Fréttin verður uppfærð þegar nánari fregnir berast. Panic along the strip now. As far as a kilometre away. People told to take cover. Lots of rumours. Hard to tell what's real. pic.twitter.com/lei64yrvYU— Rosa Hwang (@journorosa) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira