Alvarleg aðför að lýðræðinu í Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2017 06:00 Þessir óeirðarlögreglumenn stilltu sér upp til þess að koma í veg fyrir að kjósendur gætu sótt kjörstað í Ramon Llull-skólanum í Barcelona. vísir/EPA „Þetta er mjög alvarleg aðför að lýðræðinu á allan hátt. Hér eru mjög alvarleg brot sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Ég vona að fólk átti sig á því að það er óásættanlegt að svona gerist í einu af lykilríkjum Evrópu,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, en hún var stödd á kjörstað í Barcelona í Katalóníu þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, sagði í gærkvöld að Katalónar hefðu því unnið sér inn réttinn til sjálfstæðis. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði Katalóna hafa verið blekkta til þess að taka þátt í ólöglegum kosningum.Sjá einnig: 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæðiBirgitta Jónsdóttir, þingmaður PírataVísir/LaufeyRúmlega 800 særðustKatalónar gengu í gær að kjörborðinu til að kjósa um sjálfstæði frá Spáni eftir ítrekaðar kröfur spænsku ríkisstjórnarinnar um að hætta við áformin og eftir að Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar. Allt kom þó fyrir ekki og hélt héraðsstjórn striki sínu og hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Spánverjar brugðust við með því að senda óeirðarlögreglusveitir á kjörstaði víðs vegar um héraðið til þess að loka þeim, koma í veg fyrir að Katalónar kjósi og gera kjörgögn upptæk. Til heilmikilla átaka kom um alla Katalóníu og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð tala særðra almennra borgara í rúmlega 800. Sitt sýndist hverjum á Spáni. Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, fordæmdi aðgerðir lögreglu og sagði hana ráðast á varnarlausa borgara. Soraya Saenz de Santamaria, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, var á öðru máli og sagði aðgerðir lögreglu fagmannlegar og í réttu hlutfalli við atburði dagsins. Í yfirlýsingu frá spænsku lögreglunni sagðist lögregla einungis sinna skyldu sinni til að verja lög og reglu.Spænska lögreglan lagði í gær hald á mikinn fjölda kjörgagna.Nordicphotos/AFPBirgitta í áfalliBirgitta fylgdist með framkvæmd kosninganna ásamt 36 öðrum þingmönnum og nokkrum fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum í boði katalónsku héraðsstjórnarinnar. „Við höfum bæði heimsótt kjörstaði sem hafa sloppið og komið inn á staði þar sem var nýbúið að berja á háöldruðu fólki sem var fyrir óeirðalögreglunni,“ segir þingmaðurinn. Eftirlitshópurinn sem Birgitta tilheyrir var að sögn Birgittu hvorki að hvetja fólk til að kjósa með eða á móti. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um réttinn til að fá að kjósa.“ Þá segist Birgitta vera í áfalli að verða vitni að svona atburðum í nútímalýðræði. „Það sem maður heyrir frá gamla fólkinu er að það upplifir að Franco hafi aldrei farið. Í þá daga var þó hægt að vita hverjir fasistarnir voru en það er erfiðara í dag því þeir fela andlit sín,“ segir Birgitta og vísar þar til Francisco Franco, fasista og einræðisherra Spánar frá 1936 til 1975.Afleikur Spánar„Þetta er svo mikill afleikur hjá spænskum yfirvöldum að haga sér á þennan hátt. Ef þau hefðu bara leyft þessu að gerast hefði verið miklu auðveldara fyrir þau að segjast ekki taka mark á þessu,“ segir Birgitta og bætir því við að hún hafi áhyggjur af framkomu lögreglu í garð kjörinna fulltrúa Katalóna. Hún segir lögreglu handtaka eða hóta þeim handtöku, hóta því að þeir fái ekki aftur að bjóða sig fram og hóta miklum fjársektum ef fulltrúarnir hlýða ekki tilmælum spænsku ríkisstjórnarinnar. „Ég hef horft á niðurbrotna katalónska lögregluþjóna. Ég hef séð þá stilla sér upp á milli spænsku lögreglunnar og almennings. Ég hef séð alveg ótrúlega hluti í dag sem ég hefði ekki átt von á að sjá frá spænskum yfirvöldum,“ segir Birgitta og bætir við: „Kannski gerir maður ráð fyrir því að þeir séu þróaðri en þeir eru í raun. Það er ekki svo langt síðan hér var fasismi og fólk verður að átta sig á því hvaðan spænska stjórnarskráin er sprottin.“Spænska óeirðalögreglan dregur mann út af kjörstað í Sant Julia de Ramis.Nordicphotos/AFPFallegt og hræðilegtBirgitta segir að þótt það helsta sem fólk sér séu myndir af ofbeldi sé fólkið í Katalóníu ótrúlegt. Atburðir dagsins hafi verið fallegir og hræðilegir á sama tíma. „Þetta hefur verið erfitt fyrir kjósendur. Maður sér að eldra fólki er sýnd mikil virðing. Alltaf þegar einhver gamall kemur á kjörstað fær hann að kjósa fyrr,“ segir Birgitta. Fólk hafi þó sýnt mikla þolinmæði. „Það hafa verið rosalegar raðir. Ég var að tala við konu sem er búin að vera að vinna á kjörstað síðan klukkan fimm í morgun. Sumir hafa staðið í röð í allt að sjö klukkutíma.“ Þegar eldra fólk mætti á kjörstað segir Birgitta að aðrir kjósendur hafi klappað. Mikil samstaða hafi jafnframt verið hjá kjósendum. „Það eru örugglega 2.000 sem sitja hér fyrir utan núna og verja kjörstaðinn svo lögregla steli ekki kjörseðlum. Áður en við lokuðum mátti heyra slagorð hrópuð til heiðurs eldri kynslóðinni. Það var mjög fallegt. Þess vegna er erfitt fyrir fólk að horfa upp á þegar fólk yfir áttræðu er lamið með kylfum og þarf að fara á sjúkrahús.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 1. október 2017 23:30 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
„Þetta er mjög alvarleg aðför að lýðræðinu á allan hátt. Hér eru mjög alvarleg brot sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Ég vona að fólk átti sig á því að það er óásættanlegt að svona gerist í einu af lykilríkjum Evrópu,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, en hún var stödd á kjörstað í Barcelona í Katalóníu þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, sagði í gærkvöld að Katalónar hefðu því unnið sér inn réttinn til sjálfstæðis. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði Katalóna hafa verið blekkta til þess að taka þátt í ólöglegum kosningum.Sjá einnig: 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæðiBirgitta Jónsdóttir, þingmaður PírataVísir/LaufeyRúmlega 800 særðustKatalónar gengu í gær að kjörborðinu til að kjósa um sjálfstæði frá Spáni eftir ítrekaðar kröfur spænsku ríkisstjórnarinnar um að hætta við áformin og eftir að Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar. Allt kom þó fyrir ekki og hélt héraðsstjórn striki sínu og hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Spánverjar brugðust við með því að senda óeirðarlögreglusveitir á kjörstaði víðs vegar um héraðið til þess að loka þeim, koma í veg fyrir að Katalónar kjósi og gera kjörgögn upptæk. Til heilmikilla átaka kom um alla Katalóníu og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð tala særðra almennra borgara í rúmlega 800. Sitt sýndist hverjum á Spáni. Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, fordæmdi aðgerðir lögreglu og sagði hana ráðast á varnarlausa borgara. Soraya Saenz de Santamaria, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, var á öðru máli og sagði aðgerðir lögreglu fagmannlegar og í réttu hlutfalli við atburði dagsins. Í yfirlýsingu frá spænsku lögreglunni sagðist lögregla einungis sinna skyldu sinni til að verja lög og reglu.Spænska lögreglan lagði í gær hald á mikinn fjölda kjörgagna.Nordicphotos/AFPBirgitta í áfalliBirgitta fylgdist með framkvæmd kosninganna ásamt 36 öðrum þingmönnum og nokkrum fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum í boði katalónsku héraðsstjórnarinnar. „Við höfum bæði heimsótt kjörstaði sem hafa sloppið og komið inn á staði þar sem var nýbúið að berja á háöldruðu fólki sem var fyrir óeirðalögreglunni,“ segir þingmaðurinn. Eftirlitshópurinn sem Birgitta tilheyrir var að sögn Birgittu hvorki að hvetja fólk til að kjósa með eða á móti. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um réttinn til að fá að kjósa.“ Þá segist Birgitta vera í áfalli að verða vitni að svona atburðum í nútímalýðræði. „Það sem maður heyrir frá gamla fólkinu er að það upplifir að Franco hafi aldrei farið. Í þá daga var þó hægt að vita hverjir fasistarnir voru en það er erfiðara í dag því þeir fela andlit sín,“ segir Birgitta og vísar þar til Francisco Franco, fasista og einræðisherra Spánar frá 1936 til 1975.Afleikur Spánar„Þetta er svo mikill afleikur hjá spænskum yfirvöldum að haga sér á þennan hátt. Ef þau hefðu bara leyft þessu að gerast hefði verið miklu auðveldara fyrir þau að segjast ekki taka mark á þessu,“ segir Birgitta og bætir því við að hún hafi áhyggjur af framkomu lögreglu í garð kjörinna fulltrúa Katalóna. Hún segir lögreglu handtaka eða hóta þeim handtöku, hóta því að þeir fái ekki aftur að bjóða sig fram og hóta miklum fjársektum ef fulltrúarnir hlýða ekki tilmælum spænsku ríkisstjórnarinnar. „Ég hef horft á niðurbrotna katalónska lögregluþjóna. Ég hef séð þá stilla sér upp á milli spænsku lögreglunnar og almennings. Ég hef séð alveg ótrúlega hluti í dag sem ég hefði ekki átt von á að sjá frá spænskum yfirvöldum,“ segir Birgitta og bætir við: „Kannski gerir maður ráð fyrir því að þeir séu þróaðri en þeir eru í raun. Það er ekki svo langt síðan hér var fasismi og fólk verður að átta sig á því hvaðan spænska stjórnarskráin er sprottin.“Spænska óeirðalögreglan dregur mann út af kjörstað í Sant Julia de Ramis.Nordicphotos/AFPFallegt og hræðilegtBirgitta segir að þótt það helsta sem fólk sér séu myndir af ofbeldi sé fólkið í Katalóníu ótrúlegt. Atburðir dagsins hafi verið fallegir og hræðilegir á sama tíma. „Þetta hefur verið erfitt fyrir kjósendur. Maður sér að eldra fólki er sýnd mikil virðing. Alltaf þegar einhver gamall kemur á kjörstað fær hann að kjósa fyrr,“ segir Birgitta. Fólk hafi þó sýnt mikla þolinmæði. „Það hafa verið rosalegar raðir. Ég var að tala við konu sem er búin að vera að vinna á kjörstað síðan klukkan fimm í morgun. Sumir hafa staðið í röð í allt að sjö klukkutíma.“ Þegar eldra fólk mætti á kjörstað segir Birgitta að aðrir kjósendur hafi klappað. Mikil samstaða hafi jafnframt verið hjá kjósendum. „Það eru örugglega 2.000 sem sitja hér fyrir utan núna og verja kjörstaðinn svo lögregla steli ekki kjörseðlum. Áður en við lokuðum mátti heyra slagorð hrópuð til heiðurs eldri kynslóðinni. Það var mjög fallegt. Þess vegna er erfitt fyrir fólk að horfa upp á þegar fólk yfir áttræðu er lamið með kylfum og þarf að fara á sjúkrahús.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 1. október 2017 23:30 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 1. október 2017 23:30
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57