Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2017 16:06 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015. vísir/stefán Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð. CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð.
CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15