Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Finnur Beck skrifar 19. október 2017 14:00 Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Finnur Beck Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun