Trump bauð syrgjandi föður fé Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 11:27 Trump benti fingri ranglega að fyrri forsetum þegar hann var gagnrýndur fyrir þögn sína um dauða bandarískra hermanna í Níger. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi. Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi.
Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25